miðvikudagur, ágúst 13, 2014

Sumarið 2014: Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð-flöskudagur



Flöskudagurinn byrjaði og eftir hefðbundinn morgunverk þ.e morgunmat, messu og mullersæfingar var farið að gjöra eitthvað. Þetta svæði er ansi skemmtilegt þó það sé ekki stórt. Fyrst ber að telja fossinn Gljúfrabúa. Þrátt fyrir að vera ekki stór. Við skelltum bara Skottu í burðarpokann sinn og byrjuðum á því að skoða kauða ofan frá.Þar voru á ferðinni á undan okkur hópur manna og kvenna frá Ameríkuhrepp og voru þau vægast sagt hissa og jafnvel hneyksluð á því að við skyldum vera að skunda þarna upp með krakka á bakinu en það bara til að hafa gaman af. Fossinn er vel þess virði að skoða frá þessu sjónarhorni. Við fórum svo niður og inní gilið til berja Gljúfrabúann augum neðan frá og ekki var það síðra þrátt fyrir smá úða þar. En það amk alveg vel hægt að mæla með að skoða þennan foss. Að mati Litla Stebbalingsins þá er hann eiginlega ekkert síðri en nágranni hanz þ.e Seljalandsfoss. Talandi um Seljalandsfoss þá var hann einmitt okkar næzti áfangastaður. Rölt var yfir og á leiðinni varð á vegi á okkar gömul heimarafstöð og til heiðurs Hvergerðingnum þá var smellt af myndum. Hvað um það svo sem þá lá leið okkar áfram og að sjálfsögðu var farið bakvið fossinn sjálfan. Stórlega ofmetið og allt saman myndað og skjalfest frá öllum hliðum. Síðan var bara rölt aftur yfir Hamragarða því kominn var tími á svefn hjá sumum.
Það var svo um kaffimál er góðkunningjar V.Í.N. renndu í hlað en það voru gömlu bræðurnir Guðni og Billi ásamt fylgdarliði sem ekki verður talið upp hér en þeir voru á Séra Jóka og Svaka Súkku. Við rúlluðum svo af stað með stefnuna á Goðaland. Ekki var nú vegurinn né árnar teljandi til vandræða amk komust allir inní Bása og tókst að hertaka flötina góðu. En Adam var ekki lengi í paradís. Skömmu eftir að við höfðum komið okkur fyrir birtist þarna eins og skrattinn úr sauðlæknum MB Unimog með tvo týzkara um borð. Kom þá í ljós að þau áttu víst alla flötina því von frá á hópi frá Týzkalandi á laugardeginum sem færi svo og kæmi aftur næzta mánuðinn. En eftir harðar samningaviðræður við skálavörðinn var niðurstaðan sú að við fengum að vera á flötinni yfir helgina enda virt fjölskylduhátíð í vændum.
Er leið svo á kveldið þá fjölgaði á flötinni Matti Skratti kom, Hólmvaðsklanið renndi í hlað á Sindý með Ken í eftirdragi, Eldri Bróðirinn á Litla Kóreustráknum og svo stór Bergmannsfjölskyldan á Silfurrefnum. Svo hófst bara almenn aðalfundarstörf, grill og gleði fram á nótt
Sé einhver áhugi þá má skoða myndir frá deginum hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!