föstudagur, ágúst 29, 2014

Sumarið 2014: Agureyrish-Dagur 8



Þriðjudagur sem vill einmitt svo skemmtilega til að er einmitt þriðji dagur vikunnar Gaman að því. En þennan dag var ein bezta spáin fyrir Mývatnssvæðið svo við ákáðum bara að skella okkur austur og rölta þar upp á Hverfell eða Hverfjall, fer eftir hvort fólk er sunnan Mývatns ellegar norðan. En hvað um það. Þetta var alveg hin rólegasta ganga en um leið skemmtilegur hringur á toppnum sem hægt er að taka. Frábært útsýni m.a var gaman að sjá Dimmuborgir svona ,,ofanfrá" og annað útsýni yfir Mývatn og nágrenni. Annars eftir þessa heilzubótargöngu var neztisstanz við Samkaup Strax og tekin svo lengri leiðin heim.
Annars geta bara forvitnir skoðað myndir frá deginum hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!