sunnudagur, febrúar 20, 2011
Enn eitt Búrfellið
Í dag messudag var skundað á seinna af tveimur áætluðum fjöllum helgarinnar. Eins og hér kom fram var stefnan sett á Búrfell í Bláskógabyggð. Var þetta toppur nr:33 í 35.tinda verkefninu mínu. Nú var aðeins breytt útaf vananum í þetta skiptið fengu nokkrir starfsmenn Vodafone að fljóta með í umboði Magga á Móti. En þarna voru engu að síður voru þarna 3 V.Í.N.-verjar á ferðinni en það voru:
Stebbi Twist
Krunka
Maggi Móses (ásamt 5 öðrum starfsmönnum Vodafone)
Á leiðinni austur skúraði aðeins á okkur og þegar lagt var í´ann frá Brúsastöðum blasti nú takmarkið ekki við okkur. En febrúar veðurblíðan klikkaði ekki og eftir því sem lengra leið á daginn skánaði alltaf veðrið og varð flesum heit í hamsi er snjórinn og drullan voru vaðin. En uppgangan gekk vel og allir náðu toppnum og það sem meira er niður aftur. Ætli það sé ekki bezt að hætta þessu og láta myndir tala sínu máli hér
Kv
Stebbi Twist
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!