Það ku vera frumsýningarhelgi á 127.klst þessa helgina hér á Ísalandi. Vildi bara kanna hvort það væri einhver stemmning fyrir ástundun amerískar lágmenningar annaðkveld þ.e. laugardagskveldið 19.feb nk. Sé vilji fyrir því mætti kannski gjöra sér ferð á ameríska hamborgarakeðju og skella sér þar á einn Whopper.
Þar sem kvikmynd þessi kemur aðeins inn á áhugamál okkar flestra, sem er auðvitað útivist af ýmsum toga, þá vildi ég bara kanna hvort einhver nennti í bíó.
Amk stefnir Litli Stebbalingurinn á ferð og eru allir velkomnir með
Kv
Menningarráð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!