þriðjudagur, febrúar 22, 2011
Boltinn í beinni á Ölveri
Eins og kom fram fyrir helgi var ætlunin að gefa í með mína 35.tinda og nú í dag var farið á þriðja tindinn á nokkrum dögum. Þar með náðist sá nr:34, líkt og má sjá var þetta sá næzt síðasti. Tindurinn sem valdist í dag var Ölver/Blákollur í Melasveit.
Það er óhætt að mæla með þessu fjalli, að vísu var það hundleiðinlegt í upphafi svona skriður þar sem maður tók 2,5 skref upp en rann 2.niður. En eftir því sem ofar dró beztnaði undirlagið. Maður endar svo á því að fylgja góðum hrygg upp síðustu metrana. Í dag var þar svo ís og snjór svo munda þurfti ísöxina en broddarnir sluppu. Sum sé fínasta fjallganga og það fyrir hádegi á Týsdegi. Til gamans má svo geta að þeir sem fóru í þessa þriðjudagsgöngu voru:
Stebbi Twist
Krunka
Eins kom fram hér að ofan var þetta sá næzt síðasti og er stefnan að klára þetta um komandi helgi. Ef veðurguðirnir, þá er ég ekki að tala um Ingó og félaga, verða oss hliðhollir og þá verður lokatindurinn ein af tindum Botnsúlna. Ef ekki þá finnur maður annað í staðinn. En þetta var nú bara smá útúr dúr.
Hafi einhver sála þarna úti nennu til skoða myndir frá göngunni má gjöra það hér
Kv
Stebbi Twist
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!