laugardagur, febrúar 19, 2011
Bjarni í Felli
Eins og minnst var á fyrir helgi var betur heldur ætlunin að gera gangskör í 35.tindaverkefninu um þessa helgi. Nú þegar vel er tekið að halla á laugardaginn er óhætt að bera það fram að 50% árangur hefur náðst af verkefnum helgarinnar.
Nú dag var skundað upp á Bjarnarfell í Biskupstungum. En í austur heldu:
Stebbi Twist
Krunka
Eins og kom fram hér að ofan hefur 50% árangur náðst um helgina og glöggir lesendur sjálfsagt áttað sig á því að Bjarnarfell var toppað í dag. Aðstæður voru prýðilegar þrátt fyrir þokkalegasta rok þarna uppi. Svo voru nú líka vetraraðstæður en það slapp þó til án brodda. En allavega þá var að sjálfsögðu myndvélin með og það sem kom úr henni, þ.e. myndavélinni, má sjá hér
Kv
Stebbi Twist
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!