fimmtudagur, febrúar 17, 2011

BB

Nú er heldur betur farið að síga á seinni hlutann á þessu litla verkefni Litla Stebbalingsins, enda nálgast næzti ammælisdagur eins og óðfluga og því líka tímatakmörkin. Nú þegar þessi orð eru skrifuð eru 31.hólar komnir í safnið og því bara fjórir eftir. Um komandi helgi er ætlunin að hrækja heldur betur í lofana og taka tvo tinda. þ.e einn á laugardag og einn á messudag.
Á laugardag er löngun að halda hluta af gullna hringnum og skunda á Bjarnafell sem er fyrir ofan Geysi í Haukadal.
Síðan á messudag er ætlunin að herja á Búrfell í Þingvallasveit, loksins, það verður að vísu gert í samstarfi við Vodafone og á víst að fara um morguninn svo fólk nái heim til mömmu í kaffi og kleinur.
Líkt og að vanda eru allar áhugasamar sálir velkomnar með. Allar nánari upplýsingar verða veittar í skilaboðaskjóðunni hér að neðan verði þess óskað.

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!