þriðjudagur, júní 02, 2009

Þyrilvængjaflug



Á mánudag í síðustu viku heldu þrjár sálir sem leið lá úr Mosó í Hvalfjörðinn með það fyrir stefnu að ganga á Þyrill. En þetta voru eftirfarandi aðilar:

Stebbi Twist
Hrabbla
Maggi Móses

og var skrölt á Pola.
Ekki er annað hægt að segja en þetta hafi verið létt ganga á fremur auðvelt fjall. En útsýnið var skemmtilegt er á toppinn var komið við Hvalfjörðinn nánast beint fyrir ofan hvalstöðina og ekki var veðrið heldur til að skemma fyrir.
Einu sem oftar þá er bezt að láta myndir tala sínu máli, hafi fólk ekki en skoðað afraksturinn frá um daginn. En það má hér.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!