mánudagur, júní 15, 2009

Lýðveldið Ísland á ammæli

Sjálfsagt hafa nú glöggir lesendur fyrir löngu tekið eftir því að enginn formlegur dagskrárliður hjá V.Í.N.-ræktinni þessa vikuna. Aðallega vegna stórammælis. En daginn eftir þá er sjálfur þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga. Á þeim degi ef hefð fyrir því að landinn fjölmenni í miðbæinn þar sem hann fær sér risasleikjó og kandýfloss. Eins og á öðrum mannfögnuðum þá fer bílaþjóðin á stálfákum sínum og leggur upp á túnum og gangstéttum. Þar sem V.Í.N. er nú umhugsað að landið standi nú við sitt í Kyotobókunni þá væri það upplagt að fara niður í bæ á hjólhestum og sýna sig sem og sjá aðra um leið. Að sjálfsögu verður ekki misst af Brúðubílnum frekar en fyrri daginn.
Hittingur, sé áhugi fyrir hendi, verður við brúnu viðbjóðslegu rafstöðina í Elliðaárdal amk fyrir úthverfinga. Ætli það sé ekki ágætis brotfarartími svona 13:30.
Þess má svo geta til gamans að það var hjólað niður í bæ á síðasta ári og tókst það alveg bærilega. Hér má rifja það aðeins upp

Svo að lokum má kannski minnast aðeins á það að myndir frá síðustu tveimur liðum í V.Í.N-ræktinni eru aðgengilegar á netinu hérna frá Skáldinu, síðan hér og hér frá Litla Stebbalingnum

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!