þriðjudagur, júní 16, 2009

Ríkishjólhestatúr



Að tilstuðlan þeirra Kaffa og Eldri Bróðursins þá var hjólhestast frá Sandkluftavatni inn að Ríki um þar síðustu helgi. Þar voru á ferðinni

Stebbi Twist
Kaffi
Eldri Bróðurinn

og sá Sigurbjörn um að koma mönnum og hjólum á staðinn

Sem fyrr segir var hjólað frá Sandkluftavatni inn á línuveginn á Haukadalsheiði uns komið var í Ríkið. Samtals mun þetta vera um 30 km leið. Veður var hið prýðilegasta á laugardeginum en aðeins síðra á messudag. Rétt eftir að komið var inn á línuveginn urðu á vegi okkar erlendir túrhestar með sprungið dekk sem gátu ekki skipt um. Að sjálfsögðu brugðu við okkur í hlutverk hins gestrisna Íslendings og leikjum miskunsama samverja og skiptum um dekk fyrir þá. Er í Ríkið var komið eftir rúmlega 2klst ásetu á hnakknum var farið fljótlega í pottinn síðan var það miðnætursteik.
Á sunnudag eftir tiltekt, messu og mulleræfingar var haldið til baka. Gekk niðurförin ágættlega þó svo að aðeins hafi rignd á okkur þá. En allir skiluðu sér og voru þokkalega sáttir með árangurinn. Myndavél var auðvitað með í för og er búið að skila afrakstrinum á lýðnetið. Hafi áhugasamir ekki enn skoðað myndirnir má gjöra það hér.

Kv
Hjólahestadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!