sunnudagur, júní 07, 2009

Krummi krúnkar úti



V.Í.N.-ræktin heldur göngu sinni áfram þessa vikuna þrátt fyrir mjög dræma mætingu í þá síðustu. Þar sem var bara einmennt en hvað um það.
Þessa viku er stefnan sett á söguslóðir Alþingi hins forna og skundum við þá á sjálfa Þingvelli. Þar á svæðinu er hóll einn í Þingvallahrauni sem nefndur er Hrafnabjörg og á hann er stefnan að ganga á.
Enn og aftur er hittingur á Esso/Subway í Mosó þar sem sameinast verður um bifreiðar og er sjálfsagt betra að hafa þá fjórhjóladrifna sem sá um skutlið. Tel að það væri ráð að hittast kl 18:30 í Hraðbúðinni. Annars má koma með tillögur að tíma í athugasemdakerfinu sé annar tími betri fyrir fólk. Ef ekki þá bara kl 18:30 á N1 í Mosó

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!