sunnudagur, ágúst 26, 2007

Fjallafell



Gott fólk. Þá er komið að næst síðasta dagskráliðnum í V.Í.N.-ræktinni sumarliði 2007 og síðasta fjallinu eða þá fellinu þetta sumarið.
Þrátt fyrir einhvern misskilning um hvaða nafn þessi hól ber þá skal rölt á Stóra-Kóngsfell núna komandi þriðjudagskveld. Sem eru jú bezta kveld vikunnar eins og flestir þekkja. En hvað um það.
Fell þetta er jú á Bláfjallasvæðinu og það verður ekki úr vegi að kanna aðstæður og hvernig Bláfjöllin koma undan sumri
Tímasetning, þar sem birtu er aðeins tekið að bregða þá væri ekki vitlaust að vera aðeins fyrr á ferðinni en í flestum ferðum þetta sumarið. Held barasta að sami tími og í síðustu viku væri sniðugur eða fara úr bænum 18:30. Hafi fólk eitthvað að athuga við þetta er sjálfsagt mál að verða við óskum þess. Bara að tjá sig í athugasemdakerfi hér fyrir neðan.

Nú í síðustu viku var tölt á Búrfell í Grímsnesi. Rétt eins og oft áður í V.Í.N.-ræktinni þá var heldur fámennt en við skulum segja að það hafa engu að síður verið góðmennt. En leiðangursmenn voru:

Stebbi Twist
Stóri Stúfur

Rölt var upp á topp í rigningu og þoku því fór minna fyrir útsýninu en til var ætlast er lagt var af. Toppnum var náð, eða svo er talið amk þanngað til annað kemur í ljós. Svo var Þingvallaleiðin ekin til baka í borg óttans.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!