miðvikudagur, ágúst 01, 2007
Áfram gakk
Jíbíí, maður á barasta fyrsta færslupistilinn í ágústmánuði á því herrans ári 2007. En hvað um það, efni þessa pistils snýst ekki um það. Afsakið en þarna missti pisltaritari sig aðeins.
Í gærkveldi, nú eða fyrr í kveld (fer allt eftir því á hvernig málið er litið öllu heldur fer eftir hvenær þetta er lesið), fóru þrír úthverfaprinsar í för eina örlítið út fyrir bæjarmörkin. Tilgangur för þeirra var göfuðlegur eða ganga á Hengilinn sér til heilzubótar og hressingar. Sveinar þessir voru
Stebbi Twist
Jarlaskáldið
VJ
Og um almenningissamgöngur sá Lilli.
Skemmst er frá því að segja að allir komust upp á topp og það sem meira er líka aftur niður, og meira að segja alla leið að bílnum aftur. Þar sem Lilli beið okkar og skilaði svo öllum aftur í úthverfin í borg óttans.
Án efa hafa glöggir lesendur gert sér grein fyrir þá var hirðljósmyndari vor með í för. Að sjálfsögðu var kauði vopnaður myndavél. Af einstæðum dugnaði hefur kappinn nú komið myndum sínum inná síður alnetsins. Svo hérna er hægt að skoða afreksturinn hjá stráksa. Vonandi fyrir vantrúaða er þetta næg sönnun þess að upp var farið.
Kv
Göngudeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!