miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Á Þjóðhátíð ég fór



Rétt eins og alþjóð ætti að vera löngu orðið ljóst þá skellti kjölfestan í V.Í.N. sér á Þjóðhátíð enn eitt árið. Til gamans má geta að þetta var óhappaþjóðhátið á Litla Stebbalingnum eða sú 13. og hátíðarþjóðhátíð hjá VJ öllu heldur nr:10 hjá stráknum. En hvað um það. Þetta voru tilgangslausar upplýsingar handa fróðleiksfúsum.
Þar gerðist margt skemmtilegt og m.a. var drengur einn ættlæddur heitir sá B57.
Sjálfsagt eins og flestir vita hefur Skáldið fyrir löngu gjört alheiminum það mögulegt að skoða sínar myndir á alnetinu.
Að vanda var vel tekið á móti okkur á Bröttugötunni. Leyfðu okkur að tjalda í garðinum góða ásamt stórkostlegri kjétsúpu á laugardeginum. Sömuleiðis fær J.P Morthens og Freydís beztu þakkir fyrir grillveizlu.
Einn af gestgjöfum vor í hvítatjaldinu, hún Heiðrún, hefur sett inn myndir frá hátíðinni góðu á lýðnetið. Fyrir þá sem ekki hafa enn skoðað þær er hægt að nálgast þær hér.

Að lokum þakka undirritaður samferðafólki sínu fyrir góða Þjóðhátið.
Takk fyrir mig

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!