sunnudagur, júlí 01, 2007

Menningarferð



Nú er senn liðin helgin og grámyglulegur hversdagsleikinn bíður manns og heil vinnuvika framundan. En það þýðir þá bara líka eitt, það styttist í þriðjudag og eins alþjóð veit þá er V.Í.N.-ræktin stunduð. Rétt eins og sjá má á dagskráninni hér til hliðar er hjólhestatúr næst á döfunni. Nú skal vera menningarlegur og hjóla að Gljúfrasteini í Mosfellsdal. Já, við verðum á slóðum Nóbelskáldsins og spurning um hvort Skáldið láti sjá sig. Kjörið að ná úr sér timburmönnum eftir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðina.
Þá er komið að hittingi. Snorri hinn aldni hefur víst boðað menn til sín í flutninga á þriðjudag. Þar sem kauði er í Grafarholti þá er kannski bara málið að hafa hitting þar ef ekki þá er það bara við Gullinbrúna þar sem skiltið og hjólastæðið er Grafarvogs megin. Tímasetning er þessi venjulega eða 19:30 nema fólk hafi eitthvað við það að athuga. Orðið er frjálst.

Síðasta þriðjudag var farið í Reykjadalslaug til að ná úr sér strengjunum eftir Fimmvörðuhálsinn. Þeirri ferð voru gerð skil hér, eins og glöggir lesendur höfðu sjálsagt tekið eftir

Kv
Hjólasvið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!