Svona eins og alþjóð ætti nú að vera farin að gera sér grein fyrir er ekki nema rétt svo rúmlega 2.vikur í frídag verzlunnarmanna og þá er þjóðin á fyllerí. Sú hefð hefur skapast hjá þessum hóp í gegnum tíðina að skreppa á eyju eina litla sem er staðsett suður af landinu og nefnist Heimaey. Innfæddir halda þá hátíð eina er þeir nefna Þjóðhátíð og þanngað er víst stefnan sett.
Svona fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér dagskrána enn þá er óþarfi að örvænta því nú verður gerða bragarbót á því.
FÖSTUDAGUR
14.30 Setning þjóðhátíðar
Þjóðhátíðin sett: Jóhann Pétursson
Hátíðarræða: Erna Jóhannesdóttir
Hugvekja: séra Kristján Björnsson
Kór Landakirkju,
Lúðrasveit Vestmannaeyja
15.00 Barnadagskrá á brekkusviði
Frjálsar íþróttir, ungmennafélagið Óðinn
Fimleikafélagið Rán
Brúðubíllinn
Söngvakeppni barna, Dans á rósum
21.00 Kvöldvaka
Frumflutningur þjóðhátíðarlags
Hálft í hvoru ásamt Guðrúnu Gunnars
Söngvakeppni barna. Verðlaunaafhending
Þorsteinn Guðmundsson
Sigurvegarar í búningakeppni
Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson
Í svörtum fötum
Á móti sól
00.00 Brenna á Fjósakletti
00.15 Dansleikir á báðum pöllum
Brekkusvið: XXX Rottweiler, Á móti sól og Í svörtum fötum
Tjarnarsvið: Hálft í hvoru og Dans á rósum
LAUGARDAGUR
10.00 Létt lög í dalnum
14.30 Barnadagskrá á Tjarnarsviði
Brúðubíllinn
Barnaball
Leikfélag Vestmanneyja.
Barnaball heldur áfram
16.30 Tónleikar á Brekkusviði
Barcode plötusnúðar
21.00 Tónleikar á Brekkusviði.
Laylow
Hreimur og Vignir
Stefán Hilmars ásamt hljómsveit
00.00 Flugeldasýning.
00.15-01.30 Sprengjuhöllin
00.15-05.00 Dansleikir á báðum pöllum
Brekkusvið: Í svörtum fötum, Á móti sól
Tjarnarsvið: Hálft í hvoru, Dans á rósum
SUNNUDAGUR
10.00 Létt lög í dalnum
16.00 Barnadagskrá á Tjarnarsviði
Barnaball
Fimleikafélagið Rán
Karíus og Baktus
Leikfélag Vestmanneyja.
Barnaball heldur áfram
16.00 Tónleikar á Brekkusviði
Barcode plötusnúðar
20.30 Kvöldvaka á Brekkusviði
Í svörtum fötum
Hálft í hvoru ásamt Stefáni Hilmarssyni
Logar
Á móti sól
Bubbi Morthens
23.00 Brekkusöngur
Árni Johnsen
24.00 Dansleikir á báðum pöllum.
Brekkusvið: Í svörtum fötum, Á móti sól,
Wulfgang, Foreign monkeys
Tjarnarsvið: Dans á rósum, Hálft í hvoru og Logar
Eins og gefur að líta er þetta stórglæsileg dagskrá. Þarna eru nokkrir fastir liðir eins og venjulega. Þar með talið Brúðubíllinn og má telja það næsta víst að Litli Stebbalingurinn ætli sko ekki að missa af honum verði hann á staðnum.
Það er greinilegt hvað fjörið verður. Hvar verður þú??
Svona í lokin er vel við hæfi að birta frumsamið ljóð. Það er eftir stórskáldið og margþjóðhátíðarfarann sjálfann Áfengisálfinn. Sá hefur nú gert ófáar Mullersæfingar á eyjunni fögru á Þjóðhátíð. En hvað um það, hér er skáldskapurinn:
Ég ætla mikið að djamma og djúsa
í dalnum fjörið er.
Drekk minn bjór úr STÓRUM brúsa
að lokum í dauða gáminn fer.
-Áfengisálfurinn 2001
...og þar var dýrt kveðið
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!