mánudagur, júlí 16, 2007

Forseti vor



Nú er enn ein vinnuvikan framundan. Það þarf ekki að vera svo slæmt því þegar ný vinnuvika hefst þá styttist sömuleiðis í V.Í.N-rækt þeirrar viku.
Að þessu sinni er ætlunin að stíga á hjólhestafáka og stýra þeim sem leið liggur út á Álftanes. Kannski verður grísabóndinn á Bessastöðum heim og mun þá færa hjólreiðgörpum rjúkandi heit kaffi og kleinur með. En hvað um það.
Hittingur komandi þriðjudag skal vera við ,,nýja´´ rafveituhúsið í Elliðadalnum amk fyrir þá sem búsetir eru í úthverfum höfuðborgar Íslands. Það ætti varla að þurfa að taka fram tímasetninguna en látum hana nú samt fylgja með. Að sjálfsöðu verður brottför kl:19:30 stundvíslega. Hinir sem ætla að koma með og búa ekki í úthverfum held ég að væri sniðugt að hafa hitting við þá á brúninni yfir Kringlumýrarbraut við Fossvoginn ca 10 mín síðar eða 19:40 sem gæti dregist til 19:45. Slíkt væri alveg kjörið og síðan yrði stígið á sveif sem leið liggur uns á Álftanes verður komið
Síðustu viku hafa verið gerð skil en það var gjört hér eða bara lesa færsluna hér að neðan.

Kv
Hjólastrumparnir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!