Jæja, gott fólk þá er komið að næsta áfanga í V.Í.N.-ræktinni. Nú á ekki að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur heldur skal skundað á yfirráðasvæði Orkuveitu Reykjavíkur og tölta á sjálfann Hengilinn. Þá bara að vona að ekki komi til eldgos á stærðinni Laki rétt á meðan göngu stendur. Þá er ansi hætt við að maður yrði að hlaupa og það hratt. En hvað um það. Kjörið tækifæri að koma sér í form fyrir verzlunarmannahelgina sem er nú rétt handan við hornið.
Tímasetning, ekki kom það vel út að breyta til um tíma á brottför í síðustu viku svo nemdin hefur komist að þeirri niðurstöðu að halda óbreytum tíma og það er þessi sígildi 19:30. Brottfararstaður verður auglýstur síðar ef hann verður þá auglýstur. Fer allt eftir fjölda gönguhrólfa.
Rétt eins og tilkynnt var um í síðustu viku var arkað á Akrafjall síðasta miðvikudag. Ekki voru nú margir sem lögðu leið sína undir Hvalfjörðinn til að reima á sig gönguskó. En það voru einungis tveir einstaklingar sem það gjörðu. Það voru eftirfarandi kempur:
Og sá Hispi um að koma okkur, örugglega, fram og til baka.
Þetta var fínasta ganga í hæglætis veðri og möguðu útsýni af toppnum. Synd hvað margir misstu af þessu. En hvað um það.
Kv
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!