mánudagur, júní 25, 2007

Sundferð

Það er þá komin ný vika og það táknar bara eitt. Það er að koma að hinum vikulega þætti í V.Í.N.-ræktinni. Þessa vikuna verður nú ekki mikið um erfiði en þess í stað á að ná úr sér strengunum eftir átök afstaðinar helgar, sem var að sjálfsögðu Fimmvörðuhálsganga, því á að fara upp á Hellisheiði og í Reykjadal þar sem legið verður í Reykjadalslaug og haft það notalegt. Enda eiga alveg nokkrir einstaklingar það skilið eftir að hafa staðið sig ofur vel.
Það er svo hefð fyrir tímasetingu 19:30 fyrir áætlaðan brottfaratíma komandi þriðjudag.

Í síðustu viku hitti sjálfur kvennaréttindadagurinn á sama dag og V.Í.N.-ræktin fór í sína vikulega hreyfingu. Eins og áður var auglýst var skundað á Keili og í tilefni dagsins var það vel við hæfi að 4.karlmenn skyldu hafa þraukað það að komast upp á topp Keilis. En það voru Stebbi Twist, VJ, Maggi á Móti og Jarlaskáldið.
Rétt eins og sjá má þá var hirðljósmyndarinn með í för og hægt er skoða myndir úr ferðinni hérna.

Að lokum var svo gengið fyrir 5-vörðuháls aðfararnótt síðasta laugardag. Það var þá vel við hæfi að fimm fræknir einstaklingar töltu þarna á milli jökla. Líkt og með Keilisferðina voru þetta eingöngu karlahópur göngudeildar sem þarna voru á ferðinni en það voru eftirfarandi: Litli Stebbalingurinn, VJ, Jarlaskáldið, Hrafn og Gaui.
Rétt eins og sjá má var ljósmyndari með og hægt er að líta á afraksturinn hér. Svo er aldrei að vita nema það verði birt ítarleg ferðaskýrzla.

Kv
Göngudeildin hreingerningarsvið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!