Sem fyrri helgar áætlar VÍN að leggja land undir hjólbarða um helgina. Í koll minn skaut hugmynd að túr sem mig langar til að leggja undir dóm allsherjarnefndar VÍN.
Hljómar túrinn á þá leið að á föstudagskveld verður lagt í hann í Hvammsfjörð og reynt að finna Hádegismóahæfa laut. Á laugardegi skal svo ekið um Haukadalsskarð við Stóra-Vatnshorn yfir í Hrútafjörð. Ef tími er til má taka útúrdúr með því að kíkja í Fosssel sunnan Hrútafjarðar. Þaðan skal ekið um Blöndudal áleiðis að Rugludal og tjaldvagnahæf laut fundin á Stór-Blönduósssvæðinu til næturdvalar. Sunnudag skal svo ekið til höfuðborgarinnar.
Gaman væri að heyra hvað VÍN-verjar hafa að segja um þessa áætlun, endilega brúkið athugasemdakerfið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!