Helgin er fram undan. Veðurfræðingar eiga það víst til að ljúga, en þó verður að teljast líklegt að það verði skítaveður um helgina. Auk þess munu margir innan VÍN vera boðaðir í útskriftir um helgina. Ekki ferðavæn helgi? Við höfum lausnina!
Lausnin er G-in þrjú: Grill, gufa og glasalyftingar. Haffi er búinn að redda Ríkinu aðfaranótt laugardags og er meiningin að keyra þangað eftir vinnu á föstudag og dvelja eina nótt í góðu yfirlæti, grilla, glasalyfta og jafnvel skella sér í gufuna. Ef menn vilja taka umferð í heimsbikarmótinu í sprellahlaupi verður ekki amast við því. Haffi vill meina að það sé Súkkufært í Ríkið og því engum neitt að landbúnaði. Svo koma menn bara heim um miðjan dag daginn eftir og skella sér í útskrift. Hvernig viljið þið hafa það betra?
Svo er ekki úr vegi að minna á tónleika Ljótu hálfvitanna og Hunds í óskilum á Gauknum í kvöld. Þangað mæta allir góðir menn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!