mánudagur, maí 28, 2007

Áfram Grótta!

Svona til að koma strax í veg fyrir allan misskilning,hvort það sé misskilið vitlaust eða það á sér stað rangur misskilningur,þá hefur þessi fyrirsögn ekkert að gera með íþróttafélagið Gróttu , bara alls ekki stuðning yfirlýsing.Og hana nú! Heldur er þetta einungis og aðeins verið að vísa í áfangastað í næsta dagskrálið V.Í.N.-ræktinnar. Ég endurtek ekki, jú ég endurtek víst, ekki stuðningsyfirlýsing við boltabullur. En hvað um það.

V.Í.N.-ræktin fór á borgarfjallið í síðustu viku og þá fóru hinir 5 fræknu. Það voru eftirtaldir Stebbi Twist, Maggi á móti, Búffi, VJ og Skáldið. Góð ferð í fínu veðri. Hérna má skoða myndir af þrekvirkinu.

Næst skal hjólað og því gönguskórnir hvíldir. Það á að hjólhestast út á Gróttu, rétt eins og fyrirsögnin bendir til, hittingur skal vera í Elliðadalnum við nýju rafveitustöðina. Svona fyrir þá sem búsetir eru í úthverfum Reykjavíkurborgar hinir sem vilja koma með og hafa aðra búsetu hitta okkur á leiðinni. En það verður farið sem leið liggur í gegnum Fossvoginn og framhjá Nauthólsvík síðan meðfram ströndinni út á Gróttu og góð leið verður valin til baka.

Sem fyrr eru allir velkomnir með sér til ánægðu og yndisauka

Kv
Heilsudeild og hjólhestasvið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!