miðvikudagur, júní 20, 2007

Senn líður að því!

Já, það eru ekki nema 9.dagar í veizluna. Sem sagt komið niður fyrir 10.daga og dagafjöldinn komnið niður fyrir 3.ja stafa tölu og m.a.s niður fyrir tveggja stafa tölu. Sem er mjög gott. Við skulum ekki vera að glápa á einhverjar tölur endalaust heldur koma okkur í mál málanna. Listann

Skemmtilega fólkið:


Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurinn
Þessi Óli
VJ
Hrönnslan
Jarlaskáldið
Hugsanlega aukafarþegi
Danni Djús
Raven

Tæki er þurfa ökumann sem hlustar á ráð Umferðar-Einars:


Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn
Hispi???
Lilli

Nú þegar allt þetta nálgast óðum þá bætist aðeins í hópinn og er það vel
Svo verður nú um komandi helgi farið síðustu undirbúnings-og eftirlitsferð innúr þar sem gönguleiðin verður jafnframt könnuð. Það ætti því allt að verða klappað og klárt, vel undirbúið þegar hátíðarhöld hefjast.

Kv
Undirbúningsnemd Eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!