sunnudagur, maí 20, 2007

Bæjarfjallið

Já, V.Í.N.-ræktin heldur áfram sem aldrei fyrr.
Eftir að fræknir fjórmenningar sigruðu Vífilsfell síðasta mánudagkveld, en þessir fjórir fjórmenningar voru Stebbi Twist, Maggi Móses og Flubbabræður, er stefnan tekin á borgarfjall okkar Reykvíkinga eða sjálfa Esjuna. Farið verður bara upp þessa sígilduleið á Þverfellshorn. Ekkert nýtt eða frumlegt í því enda slíkt algjör óþarfi.
Nú er barasta að blása í herlúðra og fjölmenna á Esjuna á þriðjudagskveldið. Lagt verður í´ann kl.19:30 stundvíslega

Kv
Manneldisráð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!