Rétt eins og alþjóð veit er hvítasunnuhelgin handan við hornið og ferðalög landans hefjast þá fyrir alvöru. Eins og hefur áður komið fram þá ætlar V.Í.N. að halda sem leið liggur í Skaptafell eða Skaftafell, eins og spékopparnir orða það. Spáin fyrir suðaustur hluta landsins er góð en taka ber það með fyrirvara því veðurfræðingar ljúga.
En samkvæmt nýjustu fréttum þá er kannski smurning um hvort það eigi barasta að slá þessu öllu upp í algjört kæruleysi og herja á norðlendingafjórðung. Ekki nóg með að fara norður heldur til Agureyrish. Af hverju kunna einhverjir að spyrja sig. Jú, það á víst að opna í Hlíðarfjalli um helgina og til fróðleiks má þar stunda skíðamennsku. En þar á víst að ríkja norðlensk stórhríð um helgina svo tæplega er það til tekna.
Ætli niðurstaðan sé ekki nú eftir allt saman að Skaptafell, nú eða Skaftafell hvort sem kjósa, sé ekki bara málið nú um komandi helgi. Ekki ætlar undirritaður að kvarta svo sem yfir því plani.
Kv
Hvítasunnusöfnuðurinn
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!