föstudagur, maí 11, 2007

Fréttir frá vesturvígstöðunum

Jæja, börnin mín stór og smá. Undirbúningur fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð heldur óðum áfram eftir fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferðina á þessu ári er yfirstaðin.

Nú er komið að hinu ,vonandi, vikulega þ.e. að birta lista með nöfnum þeirra sem hafa skráð sig formlega með því að skila inn Form1 í athugasemdkerfinu hér fyrir neðan. Vindum okkur í það sem er aðalmálið þessa stundina. Já, áin 3:Árangur áfram, ekkert stopp! Sem er auðvitað komið frá Umferðar-Einari.

En hér kemur vinsældarlisti vikunnar:


Manneskjurnar:

Stebbi Twist
Adólf
Kaffi
Yngri Bróðurinn
Eldri Bróðurinn

Bifreiðar og landbúnaðarvélar:

Willy
Framsóknarflokkurinn
Sigurbjörn

Eins og glögglega má sjá hefur enginn bæst við frá í síðustu viku. Það birtist undirritiðum í draumi eina nóttina hálfnakinn indjáni og sagði hann að ef þessi listi heldur áfram að birtast þá mun fólk bóka sig á hann. Við skulum vona að það sé sannleikskorn í því. Ekki vill Litli Stebbalingurinn þá þennan hálfnakta indjána aftur í heimsókn í draumalandið. Hvað um það.

Fleira var það ekki í bili.



Kv

Undirbúningssvið eftirlitsdeildar sjálfskipaðar skemmtinemdar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!