laugardagur, maí 19, 2007

Hvítasunnan

Nú þegar uppstillingardagur, eða uppstigningardagur eins og gárungarnir kjósa að kalla daginn þann. Það táknar líka að jésúhelgin sem kennd er við Sunnu sem kú vera hvít sem mjöll er rétt handan við hornið. Rétt eins og almúginn ætti sjálfsagt að vita er þetta löööng helgi þar sem mánudagurinn er frídagur. Sem er mjög gott.
V.Í.N. hefur lagt það í vana sinn að bregða undir sig betri fætinum þessa helgi og leggja land undir fót. Oftar en ekki hefur Skaptafell (flámæltir heimamenn segja víst Skaftafell) orðið fyrir valinu.
Þetta árið hefur einmitt, líkt og í fyrra, Skaptafell verið valið sem áfangastaður. Af fenginni reynslu er rétt að benda fólki á að hafa með sér hamar, þá helst með hamarhaus og skafti, eða önnur barefli til þess að koma niður tjald(skít)hælunum í grundina. Ekki er alveg komin fastmótuð dagskrá fyrir þessa helgi en ýmislegt stendur til boða þó svo að ólíklegt verði að teljast að reynt verði að fara á Hnjúkinn. Þess í stað er t.d hægt að fara í gönguferð á Kristínartinda, í Morsárdal eða eitthvað allt annað. Næsta víst má halda að kíkt verði á Hnappavelli þó þar verði ekki endilega klifrað. Svo má alltaf halda í túrhestaferð inn á Jökulsárlón ef allt annað brestur.
Margt í stöðinni og það er bara ein leið að komast að því hvað gerst verður en það er barasta að skella sér með.

Kv
Hvítasunnusöfnuðurinn

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!