þriðjudagur, janúar 22, 2013
opnum skálafell
Smellti mér með Vodafone í fyrstu fjallaskíða ferð þessa árs.
Farið var kl 09 á laugardagsmorgni. Við KFC var fullt af roki og smá skvettur af slyddu.
En um leið og við vorum mætt í mosfellsdalinn birti til .. og sást þá í Skálafellið.
Tók um 30m að ganga upp skíðabrekkuna og 10 mín á uppá topp.
Þegar upp var komið tók á móti okkur þessi fína vöfflulykt .. Sem sagt á toppnum vöfflur, rjómi og heitt kakó með rjóma, ekki amalegt það. Svo stutt skoðunarferð um húsið.
Hjálmnum smellt á höfuðið og skíða niður í mismiklum snjó.
Þræl fín ferð .. nú bara bíða eftir næstu
PS. Hérna eru fleirri myndir .. .
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Gaman að þessu. Gott að vita til þess að skíðadeildin er á lífi
SvaraEyðaJá og að sjálfsögðu er notað töppó undir vöfludeigið ;)
SvaraEyðakv.Plástradrotningin
Hr:Tuppi stendur fyrir sínu
SvaraEyða