mánudagur, janúar 28, 2013

Snjóflóð falla



Nú um rétt liðna helgi var FBSR með snjóflóðanámskeið upp í Skálafelli. Rétt eins og margir vita þá hélt Krunka upp á hálf sjötugsammæli sitt síðasta laugardag svo ekki gat Litli Stebbalingurinn farið nema á messudag. Góðkunningi V.Í.N., Húninn Eyþór var svo elskulegur að bjóða fara í sínum Lata Róbert. Þegar í Skálafell var komið voru þar fyrir gildir limir og góðkunningjar V.Í.N. en það voru:

Eldri Bróðurinn
Bergmann (kom aðeins síðar á færibandi)

Góðkunningjar:

Matti Skratti
Brekku Billi
Smási
Björninn

Þarna fékk maður aðeins að aðstoða leiðbeinendur ma Eldri Bróðurinn við kennsluna í snjóflóðafræðum. Fá far með mottum, vera í mottu sem valt. En alla vega fínasti dagur í útiveru með snjókomu, rok og skafrenningur. Því miður klikkaði kubburinn í myndavélinni svo það voru aðeins teknar hugmyndir. Það verður bara að duga sem og þessi stutta frásögn

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!