sunnudagur, janúar 20, 2013

Sunnudagshugvekja

Ekki veit ég hvað margir eða öllu heldur fáir lesa þessa mögnuðu síðu. En engu að síður ætla ég að koma nokkrum orðum niður á lýðnetið um vangaveltur með hvað fólki skyldi langa að gjöra fram á sumarið. Ekkert að negla neitt niður en kannski fá að heyra í fólki ef einhver stemning er fyrir að gjöra eitthvað skemmtilegt saman næztu mánuði
En nú hafa eða er að fara að gerast hafa aðstæður hjá flestum V.Í.N.-verjum breyst og fjölskyldan stækkað. Þá er kannski spurning með að fara frekar í dagsferðir en heilar helgarferðir. Það er nú vonandi að maður fari að komast á skíði. Að sjálfsögðu er Þelamerkurhátíðin á Agureyrish 16-17 marz nk en eitthvað virðist stemning fyrir þeim árlega viðburði að dala og ekki er vitað um nein V.Í.N.-verja sem stefnir norður þarna nema kannski okkur hjónaleysin (vonandi).
Fljótlega eftir Þelamerkurhátíðina koma páskar og spurning hvort fólk vilji nota þá daga. Það væri svo þjóðráð að finna góðan laugardag í apríl og skella í dagsferð á Goðaland. Grilla inní Básum og bara eyða þar deginum í fallegu umhverfi og góðum félagsskap. Þar hafði Litla Stebbalingnum líka dottið það í hug að hjólheztast inneftir. Vitað er að Danni Djús deilir líka þeim áhuga svo það væri ekki leiðinlegt að gera úr þessu hjólheztaferð fyrir þá sem það vilja og hitta svo bara liðið innfrá, grilla og allt sem því tilheyrir.
Sumardagurinn fyrsti er líka smurningarmerki og allt opið þar.
Svo kemur maí með sinni hvítasunnuhelgi. En allavega væri gaman að heyra í fólki og sjá hvort það hafi eitthvað í huga og líst eitthvað af þessu að ofanverðu. Sjálfsögðu er svo allar hugmyndir vel þegnar enda er ekkert búið að meitla í stein og reynum nú að blása smá lífi í þennan félagsskap. Skilaboðaskjóðan bítur ekk

2 ummæli:

  1. Líst vel á þetta með dagsferðirnar :-)
    Kv. Helga

    SvaraEyða
  2. Verðum við ekki að sniða okkur bara stakk eftir vexti. Svona þegar farið er að fjölga í hópnum af litlum einstaklingum

    Kv
    Stebbi og Willy (sem er ekkert að stækka)

    SvaraEyða

Talið!