miðvikudagur, október 03, 2012
The Fjallið
Eins og sjá má á þessari færslu var ætlunin hjá okkur hjónaleysunum að skella okkur í létta fjallgöngu síðasta laugardag. Að kveldi Frjádags fór húsmóðirinn í Frostafoldinni að finna fyrir hálsbólgu svo ekkert varð úr göngu á laugardeginum. En þegar messudagur rann upp var komið annað hljóð í skrokkinn og því ákveðið að slá til og herja á eitthvað smáfjallið. Að þessu sinni var Fjallið eina fyrir valinu. Þar sem engin hafði sýnt áhuga á að koma með vorum við bara tvo á ferðinni eins svo oft áður því segir það sig eiginlega sjálft að þarna á ferðinni voru:
Stebbi Twist
Krunka
Þetta var sæmilegasta rólegheitarölt en ætíð gott að komast aðeins út. Þó svo að þetta eina fjall sé ekkert sérlega hátt var prýðilegasta útsýni af því. Eins og oft er svo sem af fjöllum.
En allavega þá er fyrir áhugasama myndir hér