Messudagur 12.08: Heimför
Það kom að því þe dagurinn þar sem ekki skein sól en það var líka í góðu lagi því komið var heimferð. Þar sem við blasti frekar langur akstur var nú ekkert alltof seint lagt í´ann. Þegar var komið á Öxi byrjaði að rigna og ekki tók nú betra við því rúðuþurrkurnar bara stoppuðu. En sem betur fer var eitthvað af Rain-X eftir á framrúðunni svo það slapp en það var svo ætlunin að bæta við á Djúpavogi en þar komust við að því að ekkert er hægt að fá af bílavörum í því kauptúni svo lítið annað var að gjöra nema halda áfram för til Hornafjarðar.
Þangað var komið með nokkrum myndastoppum um það leyti sem tími var kominn á kveldmat. En þar var hægt að þrífa framrúðuna og klína Rain-X á hana. Þá var komið tími á mat. Þar sem við vorum á Hornafirði kom ekkert annað til greina en humar. Við komum við á fyrsta veitingstað sem við sáum en þar var svo ömurleg þjónusta að við gengum út og heldum áfram að leita. Við enduðum í gamla KASK húsinu á flottum stað. Litli Stebbalingurinn fékk sér humarsúpu en Krunka humarflatböku. Hvortveggja prýðilegasta máltíðir.
Svo var svo sem lítið annað gjöra en halda bara förinni áfram því að var komið kveld.
Það gerðist svo sem ekkert merkilegt á leiðinni um suðurlandið. Við stoppuðum að vísu við Freysnes til að skoða hve snjólítið var á Hnjúknum, Dyrhamri og Hrútfjallstindum. Við skriðum svo í Frostafoldina upp úr miðnætti eftir 9 daga frábært ferðalag um land vort þar sem ekki var hægt að biðja um betra veður. Takk fyrir það
Myndir frá lokadeginum eru hér