Nú er senn komin
miðvika og þá styttist í helgi ekki satt. Það þarf nú varla að koma neinum á óvart að þá langar okkur
hjónaleysunum jafnvel að reima á okkur
gönguskóna og tölta á einhvert
smáfjallið í ekki alltof mikilli fjárlægð frá
höfuðborginni. Ekkert er ákveðið ennþá hvort farið verði á
laugardegi eða
messudegi. Fer eftir nokkrum óvissuþáttum eins og
veðri og nennu. Allavega þá eru áhugasamir að sjálfsögðu velkomnir með