laugardagur, október 13, 2012

Rata í vandræði



Nú um síðustu helgi, fyrir nákvæmlega sléttri viku síðan, skrapp Litli Stebbalingurinn ásamt nafna sínum í Tindfjöll. Þar var Matti Skratti með núbbana sína í rötun.
Hún Krunkhildur var svo elskuleg að skutla okkur að rótum Tindfjalla þar sem annar af Patrólum FBSR pikkaði okkur upp. Síðan var haldið beinustu leið í Tindfjallasel þar sem okkur beið veizluborð af beztu gerð. Þ.e bakaðar baunir og pulsur. Eftir að hafa sporðrennt nokkrum pullum var haldið að tjaldstæðinu og slegið þar upp tjaldi og lagst til hvílu. Nýji svefnpokinn stóð alveg undir væntingum og maður svaf eins og unga barn alla nóttina og vaknaði svo upp þar sem allt var orðið hvít. Sem er mjög gott og boðar vel á framhaldið í vetur. Hef fulla trú á því
Svo var bara haldið sem leið lá að Hafrafell að vísu aðeins lengri leiðina og endað á því að vaða Rangá. Allt fastir liðir eins og venjulega. En það ánægjulegasta við þetta allt saman er að maður fékk nánast allar gerðir að veðri nema rigningu. Mikið var nú gott að haglið í feisið þarna uppfrá og snjókomuna. Það amk gladdi mitt gamla hjarta að þarna var allt orðið hvít sem er mjög gott

En fyrir einhverja þá má skoða myndir frá þessum sólarhringslanga túr hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!