fimmtudagur, október 04, 2012

Sumartúrinn: Níundi kafli
Laugardagur 11.08: Hvítur serkur

Veðurblíðan hélt áfram á laugardeginum og nú var ætlunin að fara á Borgarfjörð Eystri og rölta þar upp á Hvítserk. Það voru gerð nokkur stutt stopp á leiðinni ma við vinnuskúr Kjarvals og sjálfsalann. Bakkagerði tók á móti manni jafn hlýlega og alltaf með sínu magnaða umhverfi.  Ekið var upp að rótum Hvítserk og skildust þar leiðir. Við Krunka töltum af stað upp á við á meðan samferðafólk okkar helt áfram niður í Húsavík og Loðmundarfjörð.

Það er óhætt að mæla með göngu upp á Hvítserk auðvelt fjall nema hvað hitinn þennan dag var kannski það eina sem gjörði þetta erfitt. En maður er verðlaunaður með möguðu útsýni af toppnum með alla þessa liti og svo er bara fjallið sjálft svo flott. Eftir að hafa flaggað á toppum og tekið toppamyndir var rennt niður í bíl. Á leiðinni til baka var ákveðið að taka smá aukakrók og renna yfir á Breiðuvík og fá smá jeppó. Það var svo stoppað yfir ofan Breiðuvík við útsýnisskífuna enda ekki annað hægt en njóta útsýnsins og svo sem verðursins. Svo var bara komið niður í Bakkagerði og hitt liðið á bryggjunni. Á bakaleiðinni var kirkjan skoðuð eins og oft vill verða. Annað gerðist svo sem ekki merkilegt áður en komið var aftur á Einarsstaði til hefja þar eldun á mat.

En allavega má skoða myndir frá deginum hér