mánudagur, október 15, 2012
Chief Seattle
Dagana 07-16. sept síðast liðin þá skruppum við hjónaleysin í opinbera heimsókn á vestur strönd US&A nánar tiltekið til Seattle. Þar var ætlunin að lengja aðeins sumarið ásamt því að kynna sér vesturstrandabjór, skoða flugvélar, kíkja í Boeing verksmiðjuna og bæta í dótakassann.
Óhætt er að fullyrða að Seattle er skemmtileg borg og margt þar að gera. Sérstaklega þegar maður er svona flugvélanörd eins og Litli Stebbalingurinn er. Svo var nú ekki að skemma fyrir manni gleðina að maður fékk að aka um á Crown Victora í boði Enterprise. Mikið var það gaman.
En þarna er líka flott fjallasýn sem er ekki til láta manni leiðast. Spurning hvenær V.Í.N. leggur Mt.Rainier að fótum sér.
En hvað um það. Ef einhver hefur áhuga þá má skoða myndir hér.
Varúð þarna er haugur af bíla-og flugvélamyndum en kannski að einhverjir kunni að hafa gaman að því
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!