sunnudagur, janúar 09, 2011
Ólafur reið með björgum fram
Þarf vart að koma neinum á óvart að helgin var nýtt til ýmsa hlutu og þar á meðal til hólarölts. Þar sem það styttist óðum í dead line á 35.tinda verkefninu má ekkert slá þar slökku við. Þrátt fyrir kulda og trekk var haldið í Jósepsdal og nú skyldi eitt fell klárað sem hætt var við um daginn eftir rangan misskilning. Hér er að sjálfsögðu verið að tala um Ólafsskarðshnúk. Eins og svo oft áður var bara tvímennt, enda skyndiákvörðun í þynnkunni og engin látin vita, en þarna voru:
Stebbi Twist
Krunka
Skemmst er frá því að segja að nú varð enginn misskilningur á ferðinni, maður lærði jafnvel af síðustu mistökum, og rétta fjallið toppað. Eftir daginn eru því komnir 30 tindar í safnið og því bara fimm kvikindi eftir. Sjáum til hvernig það á eftir að ganga
Kv
Stebbi Twist
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!