þriðjudagur, janúar 04, 2011

Stóri Reyður



Jæja þá er fyrsta fell ársins staðreynd og leið það 29 í röðinni. Það var svona skyndiákvörðun að skella sér í úðanum síðasta messudag. Þar sem tíminn var heldur knappur var fellið hvorki hátt né mikið en það var að þessu sinni Reyðarbarmur. Ekki var fjölmennt, frekar en fyrri daginn, en það voru:

Stebbi Twist
Krunka

Toppnum var ná í þoku og tilefni áramóta og þess alls var haldið upp á toppinn með að kveikja á stjörnuljósum. Ekkert merkileg ganga og nenni því ekki að hafa þetta lengra að sinni og minni á að hér eru myndir

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!