laugardagur, janúar 01, 2011
Skráning 2011
Komið öllsömul sæl og blessuð
Gleðilegt nýtt ár allir þarna úti. Fyrst það er komið nýtt ár þá þýðir það bara að nýr skráningarlisti fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2011 er rétt handan við hornið. Fyrirkomulagið er bara samkvæmt venju og hefðum þ.e fólk skráir nafn sitt niður hér í skilaboðaskjóðunni að neðan. Líka farartæki, hunda sem og annan handfarangur svo skýrslugerðardeildinni leiðist nú ekki á krepputímum. Listinn verður svo birtur hér á lýðnetinu á miðvikudögum
Svo að bregða á með gömlum leik og fyrstu 10 sem koma niður á blað fara í pott, sem verður svo dregið úr, þar sem hinn heppni fær panflautu í vinning (áður ósóttur vinningur). Hvað um það þetta bara smá leikur til að hafa gaman af en aðalmálið er að skráning er hafin.....NÚNA!!!!
Kv
Skráningardeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!