Bara að velta því fyrir mér og kanna hvort það sé einhver stemmning meðal hópsins að sækja sér meiri þekkingu.
En þannig er mál með ávexti að komandi miðvikudag þann 26. janúar n.k munu 66°Norður og Félag íslenskra fjallalækna bjóða upp á fyrirlestur um háfjallagöngur. Það er enginn annar en Peter Habeler sem mun ausa úr viskuskálum sínum. Habeler er eflaust frægastur fyrir að fara, ásamt Reinhold Messner, á topp Everest án súrefnis, í fyrsta skipti sem það var gert. Það var árið 1978.
Fyrirlesturinn hefst kl. 20:00 í Háskólabíói. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Óþarfi er að skrá sig sérstaklega… bara mæta og vera hress.
Allar nánnari upplýsingar er hér
Amk hefur Litli Stebbalingurinn áhuga og er alvarlega að hugsa um að mæta á svæðið
Kv
Menntasvið
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!