fimmtudagur, janúar 20, 2011

Reynirinn

Þá er komið að annari tilraun á hól einn ekki svo langt í burtu frá Borg óttans. Þetta er auðvitað hluti af litla gæluverkefninu mínu Hér er verið að tala um Reynivallaháls. Það styttist nú í lokadagsetninguna svo ekki gengur að slá slökku við ef þetta á að takast í tíma.
En það er ekki það eina. Það sem verður að teljast eina merkilegast í öllu þessu er að huganlega, kannski, ef til vill, mögulega ætlar enginn annar en sjálfur Stóri Stúfur að láta sjá sig. En af tillitsemi við þann mikla meistara er ætlunin að
fara snemma á laugardagsmorgun eða bara svona um 0800 árdegis og vera komnir til baka fyrir hádegi.
Að vanda eru allir áhugasamir velkomnir með og er bara að kasta inn orðum í skilaboðaskjóðuna hér að neðan.

Kv
Stebbi Twist

(Innskot laugardaginn 22.jan)
Af ,,tæknilegum´´ ástæðum þá var þessari ferð aflýst og bíður bara betri tíma

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!