föstudagur, maí 29, 2009

Mývatnssveitin er æði



Rétt eins og flestum ætti að vera orðið löngu ljóst þá hefur stefnan verið tekin á Mývatn um þessa hvítasunnuhelgina. Í tilefni þess hefur nú safndiskurinn Mývatnssveitin er æði komið út. Er hann nú fáanlegur í öllum betri hljómplötuverzlunum landsins einnig í kynlífshjálpartækjarbúðum og helstu þjóðvegasjoppum landsins að ógleymdu rokksafninu á Bíldudal. Diskurinn inniheldur lög eins og:

Bicycle Race- Queen
How do you like Iceland- Baggalútur
All that she wants- Ace of Base
Tour de France- Kraftwerk
Öxnadalsheiði- S/H draumur
Mývatnssveitin er æði- Hljómar frá Reykjanesbæ

...og allnokkra fleiri, ég segi ekki sígilda en þá klassíska, smelli sem allir ættu að geta dillað sér með.
Hafi ferðalangar áhuga að skella sér á eintak má leggja inn pöntun hér í athugasemdakerfinu hér að neðan og verður eintak sent með póstkröfu.

Kv
Tónlistarráð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!