mánudagur, maí 25, 2009

Fyrsti liðurinn



Líkt auglýst var hér þá hófst loks V.Í.N.-ræktin þetta árið göngu sína síðasta fimmtudag. Ekki var nú ráðist á garðinn þar sem hann er nú hæðstur heldur var byrjað á Trölladyngju á Reykjanesi og úr varð prýðisganga í góðri vorblíðu. Blíðan var slík að hægt var að vera í stuttbrókum og bol upp á topp. Það var ekki einu sinni mikill hreyfing á logninu í Gaflarabænum sem hlýtur að teljast til merkra tíðinda. En hvað um það.
Ekki var nú mjög fjölmennt en þó góðmennt. Það voru fjórar manneskjur sem mæltu sér mót á N1 í samfylkingarbælinu en það voru:

Stebbi Twist
Hrabbla
VJ
HT

Síðan var dólað sér upp á Trölladyngju í sól og blíðu. Allt gekk svo sem eins og við var að búast og ekki var þetta amaleg byrjun á V.Í.N.-ræktinni þetta árið. Nú er bara vonandi að næstu ferðir verði aðeins fjölmennari. En það hlýtur að koma.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast myndir hér

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!