fimmtudagur, maí 21, 2009

Sunnan hvíta



Þá er sumarið að bresta á í orðsins fyllstu merkingu. Einn sumarboði er náttúrulega Hvítasunnuhelgin með sínum aukadegi sem upplagt er að notfæra sér. Þrátt fyrir að hvítasunnuhelgin í fyrra hafi verið hálf döpur, hvað varðar mætingu en ferðin sjálf var prýðileg, þá er kominn tími til að blása aftur lífi í þessu skemmtilegu sumarbyrjun.
Klassíkst hefur verið hingað til að fara í Skaptafell, eða var það kannski Skaftafell, þar sem ýmislegt er gjört sér til skemmtunar og dægradvalar. En auðvitað með einhverjum undatekningum.
Nú í ár hefur sú hugmynd komið upp að fara á Mývatn og ætla þar einhverjir að hlaupa þar. Sú hugmynd hefur líka komið upp að hjóla Mývatnshringin á meðan keppni er í gangi. Sjálfsagt má finna sér svo ýmislegt annað t.d að skella sér í náttúrulaug á svæðinu.
Það væri gaman að heyra í fólki og sjá hvernig stemningin er og hvort það hafi einhverjar hugmyndir. Um stað eða afþreyingu og er alveg tilvalið að tjá sig í athugasemdakerfinu hér að neðan. Siggi Stormur hefur ekki enn komið með veðurspá og er sjálfsagt að sjá hvað spámenn ríkisins hafa að segja áður endanleg ákvörðun verður tekin um hvurt halda skal.

Kv
Kirkjudaganemd

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!