þriðjudagur, maí 19, 2009

Bíódagar II.hluti

Þá er prýðislegu fyrra kveldi á Banff lokið. Sérdeilis prýðileg skemmtun það. Það var ágætis mæting hjá V.Í.N.-verjum þetta kveldið.
Eins og getið var áðan var þetta fyrra kveldið í dag og því er það seinna á morgun (eða í dag sé þetta lesið á miðvikudegi). Kannski væri ekki úr vegi að minna fólk á hvernig dagskráin er og birta hana.
Annars sjáumst við bara sem flest í Mörkinni kl:20:00 miðvikudagskveldið

20. maí:
Play Gravity - Svissnesk, 15 mín. (Paraglide / Snjóbretti)
Crux - Kanadísk, 12 mín. (Hjól)
Cliff Notes - Kanadísk, 12 mín. (Klettastökk)
The Sharp End: Lisa Rands - USA, 6 mín. (Boulder)
Hlé
Silent Snow - Hollensk, 13. mín (Umhverfi / Menning)
The Sharp End: E Europe - USA, 16 mín. (Klifur / Menning)
If You're Not Falling - UK, 8 mín. (Klifur)
Under the Influence - USA, 12 mín. (Skíði)
The Last Frontier: Papua New Guinea - USA, 18 mín. (Kayak)

Nánar um BANFF fjallamyndahátíðina:

Frá árinu 1976 hefur verið haldin kvikmyndahátíð í smábænum Banff í Kanada. Þessi kvikmyndahátíð sker sig úr frá öðrum þar sem myndirnar sem þar eru sýndar og keppa, snúast flestar á einn eða annan hátt um fjöll og jaðarsport. Þar koma saman á einni og sömu hátíðinni myndir sem spanna allt frá háfjallaklifri og skíðamennsku til snæhlébarða og Sherpa. Á hverju ári eru sendar inn ríflega 300 kvikmyndir alls staðar að úr heiminum. Keppa þar á sama vettvangi myndir framhaldsskólanema sem og virtra atvinnumanna frá National Geographic og BBC. Útkoman er oft æði skrautleg.

Á hátíðinni eru veitt verðlaun í nokkrum flokkum og rjóminn af myndunum er síðan sendur af stað í heimsreisu. BANFF-sýningar eru svo haldnar um heim allan á jafn ólíkum stöðum og Austurríki, Argentínu, Indlandi og Íslandi.

Íslenski alpaklúbburinn er stoltur af því að geta boðið upp á BANFF fjallamyndahátíðina á Íslandi. Hversu margar hugmyndir að ferðum og leiðöngrum hafa kviknað eftir þessar sýninga er útilokað að segja til um en víst er að BANFF fjallamyndahátíðin hefur veitt mörgum innblástur.

Kv
Kvikmyndasvið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!