mánudagur, apríl 19, 2010
Skál í boðinu
Jæja, 35 tinda verkefnið heldur víst áfram og var sá fjórði toppaður síðasta laugardag. Eins svo oft vill verða þá er þetta einhver skyndiákvörðun þar sem ekki geftst tími til að auglýsa ferð í tæka tíð. Beðist er velvirðingar á því og vonandi stendur það til bóta sem verður til þess að fleiri láti sjá sig.
En hvað um það verkið hefur sinn gang og í ,,blíðviðrinu" síðasta laugardag var skundað upp á Skálafell í Mosfellsdal í hægri norðanátt og sól. Reyndar átti hann Kári það til að kæla mann aðeins í andlitinu en ekkert sem ekki drap mann. Það vildi svo vel til að við vorum vopnuð broddum og komu þeir í góðar þarfir þar sem broddafæri var á fjallinu. En ferðalangar þennan dag voru:
Stebbi Twist
Krunka
Skemmst er frá því að segja að báðir leiðangursmenn náðu að toppa og eftir stuttan stanz á toppnum var bara trítlað niður. Eftir að ákveðnar fréttir bárust var ákveðið að taka lengri leiðina heim og kíkja á gosmökkinn í leiðinni. Ekið var austar á Skeiðar og sást þar gosmökkurinn ágætlega.
Engum kemur það lengur á óvart að myndavélin var með í för og það má sjá hérna
Kv
Stebbi Twist
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!