mánudagur, apríl 05, 2010

Páskaferð



Nú þegar páskar eru senn liðnir er ekki úr vegi að minnast aðeins á eins páskaferð sem tveir V.Í.N.-liðar fóru í ásamt tveimur öðrum núbbum úr Flubbunum. Innanbúðarfólkið voru:

Stebbi Twist
Krunka

Farið var í gönguskíðaferð frá Landmannalaugum og endað við Einhyrningsflatir. Lagt var í´ann frá Laugum á morgni flöskudagsins langa og skundað sem leið lá, upp og niður gil og hæðir upp í Hrafntinnusker en allir höfðu það nú af. Staldrað var við skálann í Skerinu og snædd nesti þar. Haldið var svo áfram í veðurblíðunni og komust allir klakklaust niður Jökultungurnar (Álftavatnsbrekkuna). Við skriðum svo í Hvanngil um 2200 og fengum þar höfðinglegar móttökur.
Ekki var veðrið svo síðra á laugardagsmorguninn og því ekkert til fyrirstöðu að halda áfram að Einhyrningi. Kaldaklofskvíslinn var ekki mikil fyrirstaðar og skundað yfir hana á snjóbrú en svo þurftum við að vaða Bláfjallakvísl en það var nú auðsótt mál. Vel gekk svo að koma sér áfram og engar ,,brekkur" leiðinni fyrr en við komum að Mosum en þar kláraðist snjórinn á kafla svo það var ekkert annað að gjöra nema taka af sér skíðinn og tölta upp í snjóinn aftur. Er við komum að Einhyrningi en þar kláraðist snjórinn endanlega og því þræddum við brekkuna um allar snjólænur og mosa þess á milli. Er við komum að Bólstað mætti Jónas G á svæðið og tók þar dótið okkar á meðan við gengum til móts við þann sem ætlaði að sækja okkur. Við komum svo í bæinn afturm um kl 01 aðfararnótt páskadags og allir sæattir eftir góðan páskatúr.
Fyrir áhugasama er hægt að skoða myndir hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!