sunnudagur, apríl 25, 2010

Miskunsami samverjinn



Svona eins og vita þá er V.Í.N. frekar fastheldið á hefðir og venjur. Ein af þeim hefur verið að halda upp á sumarkomuna á Snæfellsjökli en af ýmsum ástæðum þá fór sú hefð eitthvað forgörðum þetta árið. En engu að síður stóð til að fara í smá fjallgöngu í öðrum landsfjórðungi en það breytist á miðvikudagskveldinu. Þá kom boð frá FBSR um að það vantaði mannskap í hreinsunarstörf undir Eyjafjöllum og það var bara ákveðið að slá til og vonandi láta eitthvað gott af sér leiða um leið. Það voru þrír gildir limir sem fóru á fimmtudagsmorginum austur á boginn með skóflur, stiga og kústa. Í þessum hóp voru:

Stebbi Twist
Krunka
Bergmann

En við vorum ekki þau einu því okkur fylgdu fjórir aðrir félagar okkar úr FBSR. Síðar bættust svo þrír aðrir við með fleiri strákústa og í þeim hóp var einn meðlimur en þar var á ferðinni Steini Spil. Hreinsun gekk ágætlega og náðist að klára verkefnið með smá auka aðstoð en allt hafðist á endanum.
Tekið var á móti okkur með höfðingskap og dælt í okkur veigum m.a boðið í lambalæri og kunnum við ábúendum beztu þakkir fyrir.
Myndavélin var með í för og maður reyndi að festa á filmu afleiðingar eldgosins (það skal tekið fram að myndir voru teknar voru með leyfi ábúanda og þótti þeim það lítið mál þegar spurt var hvort það væri í lagi að setja þær inn á alnetið)
En myndir má skoða hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!