sunnudagur, apríl 04, 2010

Gos, gos, strumpagos



Nú að morgni síðasta skírdags brá Litli Stebbalingurinn sér í eftirlitsferð yfir Goðaland ásamt því að kíkja aðeins á gosið í leiðinni. Lagt var í´ann frá Múlakoti og sveimað þarna yfir í tæpa þrjá stundarfjórðunga. Loks sá maður þessa blessuðu hraunfossa og það úr lofti.
Skemmst er frá því að segja að allt virðist vera með kyrrum kjörum þarna og eitt sem víst er að kamarinn í (Blaut)Bolagili er á sínum stað.
Það er svo líklegra að Brabrasonurinn geti frætt okkur um hvernig þetta var umhorfs á flöskudeginum langa og bíðum við spennt eftir skýrzlu frá kauða.
En sagt er að myndir segi meira en þúsund orð svo bezt er bara að vísa í myndir og eru þær hér

Kv
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!