miðvikudagur, mars 31, 2010

Listi nr:13

Svona rétt í aðdraganda þess að velflestir landsmenn eru rétt við það að fara gúffa í páskaeggjum í tonnavís þá vel við hæfi að birta listan góða.
Þrátt fyrir skugga eldgos og aðrar hamfarir þá látum við ekkert deigan síga og þó svo að Básar hverfi undir hraun nú eða fara á kaf undir nýtt jökullón þá er það bara (Blaut)Bolagil sem stendur ávallt fyrir sínu. En hvað um það ekki er ætlunin að vera með eitthvað svartsýnis hjal hérna heldur bara gleði og glenz.
Nýjustu fréttir kveða á um að það eigi að opna Þórsmerkurveg eða sé bara jafnvel búið þegar þetta birtist, svo um að gjöra að fara að huga að undirbúnings-og eftirlitsferð og þá örugglega inn á Goðaland. En nú skal hugsað enn lengra inní framtíðina og hugað að Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferðinni 2010 og hér eru nöfn vikunnar:

Ísfólkið:

Eldri Bróðurinn
Stebbi Twist
Krunka
Hafliði
HT
VJ
Raven
Arna
Yngri Bróðurinn
Erna
Maggi Brabra
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Hvergerðingurinn
Plástradrottningin
Bergmann
Eldri Erfðaprinsinn
Björninn
Gamle
Danni Djús
Huldukonan
Babý-Djús

Tunglför:

Willy
Sigurbjörn
Blondí
Barbí
Aftaníhaldið Ken
Gullvagninn
Græna hættan
Stríðsvagninn

Já svo sannarlega allt að gerast og klukkan er alveg að verða. Hér handan við hornið verða pitsur og soðnar kartöflur sem heppinn lesandi fær fyrir að svara einni laufléttri smurningu.
En þetta hlýtur að teljast ágætt í þessari viku.
Góðar stundir

Kv
Skráningarsvið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!